Eftirmæli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli

Fyrsta ljóðlína:Ég má muna ævir tvær
bls.211-212
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Ég má muna æfir tvær
eitt sinn mælti Vigur
hér var áður höfðingsbær
heiður, vald og sigur.
2.
Nú er allt á annan veg
orðinn svipur dapur.
Hrösun, þræta hversdagsleg
harmur, drykkjuskapur.
3.
Far þú Bakkus, feigðar til
frið og sætt er kefur
á þér kann ég engin skil
upp þú syndir grefur.
4.
Börn mín ung þín heljarhönd
hefur niður slegið
og þau í vanans voðabönd
og vondra siðu dregið.
5.
Guðs blessun er flúin frá
frægu höfuðbóli
en Bakkus, Simbi og syndin grá
sitja á tignarstóli.
6.
Hvað blind ofdrykkja bakar þjóð
best mín vitnar saga.
Þrungin hörmum því mín jóð
um þetta ég ykkur klaga.
7.
Lengi saga, ég leiði í grun
letrar harma tárum
þennan baga og mikla mun
minn á fáum árum.


Athugagreinar

Greinarhöfundur, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, vísar til Friðrik J. Bergmann: Sumarliði Sumarliðason gullsmiður bls. 150-151