Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

BBlöndal flutti að Ytra-Hóli

Fyrsta ljóðlína:Völt að gengi verða fín
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Björn S. Blöndal var ýmist kenndur við Kötlustaði eða Grímstungu í Vatnsdal. Vorið 1929 flutti hann að Ytra-Hóli á Skagaströnd og bjó þar eitt ár við óyndi. Gamlir vinir hugðust heimsækja hann, en varð ekki af. Þá kvað Björn:
1.
Völt að gengi verða fín
vina og æsku kynni
fyrst að enginn man til mín
manns í útlegðinni.
2.
Þó að Ströndin björt og breið
bjóði hönd án kala
minni öndu seiða seið
sólskinslönd til dala.
3.
Mér finnst aldrei unun nein
ama skvaldri verja
þar sem kalda klettahlein
kári og alda herja.
Síðla sumars virðist viðhorfið lítillega breytt til bóta:
4.
Nú er kvöld og kyrrðin ber
kraft og völd í landi
hljóðar öldur halla sér
hægt að köldum sandi


Athugagreinar

Vísnaþáttur Dags