Sjálfslýsing | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sjálfslýsing

Fyrsta ljóðlína:Þessa skruddu þegn á tuddalegur
bls.62-63
Viðm.ártal:≈ 1825
1.
Þessa skruddu þegn á tuddalegur
grár á lit og gulur á brá
gauður skitulegur að sjá.
2.
Undirleitur, ekki feitur parið
hvassnefjaður hriki mjór
herðbaxlaður, kinnastór.
3.
Augum lýsa ei hans vísur megna
ýmis svört eða illa grá
með augna vörtu loki á.
4.
Samanbrúna svo sem rúnamaður
hárasíður hart með skegg
honum er blíða í kvennalegg.
5.
Eitilhvofta honum oft þó stöku
er að raula yfrið tamt
árans gaul er þetta samt.
6.
Hökulangur höfði slangrar tíðum
toginleitur, tanngisinn
tali breytir smákíminn.
7.
Með loðnu brjósti bungu þýstinnharða
viðmótsskrýtinn vífum hjá
vaxinn lítið niður að sjá.
8.
Illa skartar ólánsvarta á hægri
líka vinstra ör er á
ef þú gjörir vel að gá.
9.
Lendar stórar hefur ei óraseggur
þeim er galti einn þó á
eg sem varla greini frá.
10.
Eins og alur er sívalur nærri
lítilmunni mjóleitur
meðalklunni viðkvæmur.
11.
Meira lýsa mundi prís ef fengi
þankaköstin þvinga kná
þessi löstur enda skrá.