Hjá Rósberg 1958 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hjá Rósberg 1958

Fyrsta ljóðlína:Streymir að ósi elfan blá
bls.54
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Þá voru nýútkomnar „Munarósir“
Rósberg kveður:
1.
Streymir að ósi elfan blá
eins þó frjósi ströndin.
Munarósir þínar þá
þekja gósinlöndin.
HÞ svaraði:
2.
Ef þær frjósa undir kveld
– unga ljósið dvínar
þá vil ég kjósa að þinn við eld
þiðni rósir mínar.
Rósberg kvað þá:
3.
Hjálmar skal um ævi ár
aldrei kala á fési.
Situr halur hærugrár
Hof á Kjalarnesi.
4.
Láttu, bróðir, Braga ljós
brenna alla tíma.
Megi dafna munarós
meðan endist skíma.