Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Örlagaskuggar 1944

Fyrsta ljóðlína:Mörg ein stundin mér var léð
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Mörg ein stundin mér var léð
mæt í skýja rofi
en þetta hef ég svartast séð
síðan ég kom að Hofi.
2.
Ýmsra virðist vegur beinn
vera bak við tjöldin.
Fyrir það, sem ég vinn einn
aðrir taka gjöldin.
3.
Flestir hugsa um sig og sitt
– svo á það að vera.
Yfir gengið ólán mitt
ætla ég mér að bera.
4.
Enn á ferðum finnast ráð
flátt þó yfir vofi
eru í bili örlög skráð
útlagans frá Hofi.
5.
Það skal andann ekki hrjá
ég þó standi í skærum.
– Þeyti ég gandi óðar á
óska landa mærum.
– – –
Meðan lifir herðir hal
hríðar drif að fangi.
Síst hann rifa seglin skal
sjór þó yfir gangi.