Eftirmæli ársins 1840 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli ársins 1840

Fyrsta ljóðlína:Margir hlupu hátt af stað
bls.85
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Margir hlupu hátt af stað
hugðust sleikja rjóma
prestur á Tjörn sér brúðar bað
en bölvun fékk hann tóma.
2.
Það sem helst honum þótti að
að þessi ei veittist píka
of fátækur í allan stað
og óágengur líka.