Skóhljóð aldanna | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skóhljóð aldanna

Fyrsta ljóðlína:Það er margt, sem fyrir oss felst
Heimild:Eimreiðin.
bls.48. árg. 1942 1. hefti bls. 34
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Skáldsþankar
Það er margt, sem fyrir oss felst,
fleira en sumir halda.
Skynjað geta skáldin helzt
skóhljóð tíma og alda.

Stundum þeim í kollinn kvörn
kemst, er veldur frekju.
í aðra röndina eru þau börn
úti stödd — á þekju.