Án heitis | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Án heitis

Fyrsta ljóðlína:Höfðinn og Kaldbakur kveðast á
Heimild:Hlín.
bls.1967 bls. 121
Viðm.ártal:≈ 1950
Höfðinn og Kaldbakur kveðast á
um Kinnarfjöll sem báðir þrá
svo Skjálfandaflói fellur í dá
hann finnur ei báruna anda
um víkur, voga né sanda.
Mín átthagaþrá er söm við sig
mig sífellt leiðir á norðurstig
því fjöllin og dalirnir draga mig
meðan dreg ég í brjósti anda
og neytt fæ ég hugar og handa