Kátt er á afmæli Keldusvína | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kátt er á afmæli Keldusvína

Fyrsta ljóðlína:Kátt er á afmæli Keldusvína
Viðm.ártal:≈ 1975
Kátt er á afmæli Keldusvína
kampavíni þau hella í sig.
Pálarnir láta nú ljós sitt skína
líklega komnir á efsta stig.
Glaðir og reifir Guðmundar
glösunum klingja hér og þar.


Athugagreinar

Margrét læknir sat og dreypti á kampavíni í 40 ára afmælisteiti staðarins. Þar stóðu hjá tveir Pálar, tveir Þorsteinar, þrír Halldórar og fjórir Guðmundar. Það var annars svolítið undarlegt, hve margir nafnar söfnuðust að Keldum. Bókarhöf. SigSig. hafði orð á þessu við Margréti og þá kvað hún vísuna.