Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Fertug bróðurdrápa – í tilefni afmælis Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. 16.6. 1962

Fyrsta ljóðlína:Úr sama hreiðri en ekki eggi
Heimild:Prófílar og pamfílar bls.89
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Afmæliskvæði
Úr sama hreiðri en ekki eggi
ultu hrafnsungar
angar Sigurðar.
Frjáls í burtu dóttir fló.
Elstur Óli axlabanda
og lampaglasa-ljós
á hann þeirra mestan anda
í niðursuðudós.
Annar Ölli, ólmur foli
og reikull kúnstnari.
Sá er mestur þeirra svoli
og sjálfsagt fúskari.
Yngstur Steini, ærsladraugur
autoritet um margt
ljúft er að vera letihaugur
en lifa í dýrð og pragt.
En bróðirinn bjarti og ljósi
ber hann þeim öllum af
glatt flýgur frækinn fjósi
yfir fjórða tuginn í dag.
Feitur og fyrirmannlegur
með frjálsmannlegum brag
fallegur framan og fyrir
fékk á sig annað lag.
Dæmdi hann dela og dóna
djarflega slag í slag
gangstera og gamla róna
Guðmundur kann sitt fag.
Sá kann að skera skóna
skjólstæðingi í hag.
Hann talar á milli hjóna
og hórdómsbrotin ver
lýsir af ljúflingsljóma
um leiðina sem hann fer.
Með bróðurkveðju
Öggur skröggur.