Sól yfir landi ljómar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sól yfir landi ljómar

Fyrsta ljóðlína:Sól yfir landi ljómar
bls.244
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Sól yfir landi ljómar.
Leiftrar um strönd og sjó.
Hátt dunar foss í fjalli
og fuglar syngja í mó.
2.
Ljómar sól yfir landi
ljóma um skýja tár.
Regndropi af himni hnígur
sem hugsun frjó, en sár.
3.
Út gengur unga fólkið
með æskuvon og þrá.
En mig kalla tvennar tiðir
og toga, hver sem má.
4.
Ljúfsárt tekur hið liðna
líður hitt fram með grun
um óþekktar úthafsstrendur
og ókenndra fossa dun.