Okkar skyldi bú og bær | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Okkar skyldi bú og bær

Fyrsta ljóðlína:Okkar skyldi bú og bær
bls.110
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Okkar skyldi bú og bær
blái gljái særinn
ef þú værir aldan tær
en eg á hafi blærinn.
2.
Létt með þér í löður-hjúp
liði´ eg yfir voga
og með þig á ystu djúp
okkur báðum voga.
3.
Aldrei skyldi okkur meint
eða dauðinn nærri
þar sem allt er orðið hreint
öllum ströndum fjarri.