Þreyta | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þreyta

Fyrsta ljóðlína:Allt var mér ónóg, sem eignast ég hef
bls.116
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Allt var mér ónóg, sem eignast ég hef.
Leita eg að þér, eini, sem allt mitt ég gef.
2.
Gef ég allt þér, eini, en á þó ei neitt
eigðu elsku mína, nú er ég þreytt
3.
svo þreytt, að ég get ekki gengið til þín
sæktu því allsleysið sjálfur til mín.