Brúðkaupsvers til Jóhanns Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur Mýrdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brúðkaupsvers til Jóhanns Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur Mýrdal

Fyrsta ljóðlína:Varir þegja en hrópar hjarta
Höfundur:Jón Mýrdal
bls.24
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Varir þegja en hrópar hjarta
heilagi drottinn guð til þín
láttu þitt náðarljósið bjarta
nú lýsa kringum börnin mín
greiddu þeim til gæfu hag
gef þeim farsælan brúðkaupsdag.
8.
Blessaðu þau á brúðkaupsdegi
blessaðu þeirra hjónastétt
blessaðu þeirra brauð-útvegi
blessaðu störf þeim fyrirsett
blessun þín æ þeim búi hjá
blessaði drottinn himnum á.


Athugagreinar

Brúðhjónin voru gefin saman í Illugastaðakirkju 9. júní 1877, hann 29 ára en hún 23.