Vísa Þorsteins Erlingssonar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísa Þorsteins Erlingssonar

Fyrsta ljóðlína:Að gera sér með gestum kátt
Heimild:Blanda.
bls.VI. 4, bls. 370
Viðm.ártal:≈ 1900
Að gera sér með gestum kátt
í glaumi og söng er hérna vandi
og með þeim ríða um miðjan slátt.
Margt er skrítið á Norðurlandi.
Þó er það máske mest um vert
sem mér var sýnt á þessum degi:
Bólstaðarhlíð úr þjóðbraut þvert
en Þverárdalur á hvers manns vegi.


Athugagreinar

Þorsteinn Erlingsson var eitt sinn á ferð um Húnavatnssýslu og kom seint að degi í Bólstaðarhlíð til Guðmundar Klemenssonar og beiddist fylgdar, gistingar eða greiða, en ekki voru taldar hægðir þar á. Lagði hann svo einn af stað í þoku og úrkomu. En á leiðinni hitti hann Brynjólf sál. Bjarnason bónda í Þverárdal og bauð hann Þorsteini fylgd og gistingu. Átti Þorsteinn að hafa kveðið vísuna af þessu tilefni.