Til lesendanna | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til lesendanna

Fyrsta ljóðlína:Nú legg ég á ljóðafákinn
bls.7
Viðm.ártal:≈ 1950
Nú legg ég á ljóðafákinn
og liðka hann með hlýjum blæ
fer yfir fjöll og dali
og flýg yfir strönd og sæ.
Í gegnum hæðir og hóla
hálendi og björgin ég lít
heillaður frelsinu feginn
sem fangi ég hlekkina brýt.

Af landinu mála ég myndir
og móta úr gjallinu ljóð
af innblæstri áhrifanna
ég eignast mun nýja sjóð.
Af indælum öræfagróðri
angan að vitum ég finn
nú fer ég um hálendi og heiðar
í huganum mikið ég vinn.