Frá Laugum í Dalasýslu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Frá Laugum í Dalasýslu

Fyrsta ljóðlína:Dásamlega Dalabyggð
bls.147
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Dásamlega Dalabyggð
drottning allra vestursveita.
Glaðnar hugur, gleymist hryggð
góðar stundir efla dyggð.
Vötnin fríð og fagurskyggð
fjöll, sem gömlum nöfnum heita.
Dásamlega Dalabyggð
drottning fríðra vestursveita.
Syngið dátt um sumartíð
söngur ómi fjalla milli.
Taki undir hamrahlíð
hnjúkar, skörð og lindin þýð.
Þannig eflist ár og síð
allra vætta göfug hylli.
Syngið dátt um sumartíð
söngur ómi fjalla milli.