Hræðstu ei myrkur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hræðstu ei myrkur

Fyrsta ljóðlína:Hræðstu ei myrkur, hel né kulda
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Hræðstu ei myrkur, hel né kulda
harmar dvína, líður nótt.
Koma ráð með hverjum degi
kenndir sárar dofna fljótt.
Þó í svipinn hretin hörðu
hafi dregið úr þér mátt
bíddu róleg, bráðum kemur
blærinn hlýi úr suðurátt.
2.
Vertu glöð þó vonin bregðist.
Veltu steini úr annars leið.
Brostu á ný – og byrjaðu aftur
brautin þín uns verður greið.
Horfðu upp í himinblámann
hrífstu með er sólin skín.
Yndislega ævintýrið
einhvers staðar bíður þín.