Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Júnínótt í Skagafirði

Fyrsta ljóðlína:Draumurinn sveif upp á dimmrauðan tind
Viðm.ártal:≈ 1975
Draumurinn sveif upp á dimmrauðan tind
dagur og nóttin þar helgileik sömdu.
Þar var ekki skuggi, þar var ekki mynd
en vellandi litir sem gjörninga frömdu.
Og tindurinn breyttist í glóandi gull
gullsmiður þessi til verkanna kunni.
Armur hans lyftist og litanna full
hann lét mér eitt andartak bera að munni.
Þar birtist mér ásýnd hins óræða „sjálfs“
sem Alfaðir geymir í leyndanna hjúpi.
Þrotin var túlkun hins mannlega máls
morgunninn risinn úr tímanna djúpi.