Djúpidalur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Djúpidalur

Fyrsta ljóðlína:Ég kom nú ofan frá Djúpadal
bls.100
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Ég kom nú ofan frá Djúpadal
þar deginum hálfum ég eyddi
og heim í fáskreytta hreiðrið mitt
ég heillandi minningar reiddi.
Og fagurt er útsýni í Djúpadal
þar Dalsá á aðra hönd niðar
en Feykirinn gnæfir á hina svo hár
sem hollvættur árs og friðar.
2.
Í austrinu dalurinn opnast sem hlið
að ónumdum framtíðarlöndum
en Tungufjall lokar þó honum til hálfs
með hyrnum og klettaböndum.
En fram undan breiðist Hólmurinn hýr
sem heklaður, grænleitur dúkur
í raðirnar saumaður silfurvír
– að sjá bæði hlýr og mjúkur.
3.
Og vinhlýtt er inni í Djúpadal
þó dimmur og gamall sé bærinn
því fólkið er glaðlynt og gestrisið þar
og geðfelldur hugarblærinn.
Svo þakka ég komuna í Djúpadal
og daginn þann man ég lengi.
Ef litla kvæðið er ljúft og þýtt
þið lögðuð til ylinn í strengi.