Vögguvísa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vögguvísa

Fyrsta ljóðlína:Yfir höfin lá mín leið
Viðm.ártal:≈ 2000

Skýringar

Ort í orðastað Guðríðar Þorbjarnardóttur – konunnar sem ól fyrsta hvíta barnið á meginlandi Ameríku, Snorra Þorfinnsson, karlsefni.
1.
Yfir höfin lá mín leið
langt mun hugur sveima.
Um auðnir sjávar bylgjan breið,
bar mig hingað – óraleið.
Mig langar samt til landsins bjarta heima.
2.
Skulum kúra kvölds í ró
kólgur dökkar rísa.
Í vestri löngu dagur dó
dregur kul á lönd og sjó.
Langt er heim til landsins bjarta, ísa.