Á æskuslóðum í Skagafirði vorið 1990 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á æskuslóðum í Skagafirði vorið 1990

Fyrsta ljóðlína:Blönduhlíðin blessuð mín
bls.33
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Blönduhlíðin blessuð mín
brosir nú í vordýrðinni.
Hrifinn kem ég heim til þín
heilladís frá æsku minni.
2.
Hér á björtum bernskuslóðum
barn ég lék um dægrin löng.
Heyri ég óm af ástarljóðum
er ég fyrrum kvað og söng.
3.
Geng ég enn um götur kærar
glaður eins og barn í lund.
Allar leiðir eru færar
enn ég lifi góða stund.