Úti og inni | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
1.
Fái ei þrautir þrengt að sinni
þá er ekkert giftuleysi
meðan vorið vakir inni
vetur þó að úti geisi.
2.
En ef vetrar inni stríða
öfl og fjörið keyra í læðing
þá er vorið bjarta, blíða
birtusnautt með éljaslæðing.
3.
Úti þó að eyði friði
ærið kaldur frostavetur.
Inni á þínu sálarsviði
sólríkt vorið búið getur.