Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)
1.
Heimaklettur hátt þú rís
hrauns með gretta dranga.
Högg þú réttir hrannadís
hörð og þétt á vanga.
2.
Þú mátt brjóta storma stál
strauma móti gnafinn
spyrna fótum Atlants ál
ölduróti kafinn.
3.
Margra alda rún við rún
ristur gjaldamegin.
Upp í kaldann beitir brún
bárufaldi þveginn.
4.
Þegar hrína hret á kinn
hreggið hvín á skalla.
Norðri krýnir konunginn
köldu líni mjalla.
5.
Þú ert bundinn ár og öld
út hjá sundi og vogum.
Mörg er stundin krapaköld
kólgu undir sogum.
6.
Þó að megin Ránar rót
rjúki um vegi alla
ei þú sveigir undir hót
eða hneigir skalla.
7.
Oft þó mæti gaman grátt
gleði ætíð lánar
að um fætur þína þrátt
þreifa dætur Ránar.
8.
Enn þú býður birginn einn
brögðum Víðisfalla
sterkur, fríður, hár og hreinn
höfuðprýði fjalla.
9.
Til þín varma vorið nær
vetrar armlög dvína
sólarbjarma bylgjum þvær
brjóst og hvarma þína.
10.
Hafs að veldi hnígur sól
hún þér geldur bætur
dags að kveldi býr þitt ból
breiðum feldi nætur.
11.
Ei er boðin hvíla köld
klettagoða hlýnar
aftanroði og árdags tjöld
eru voðir þínar.
12.
Drauma vær er vaggan hlý
vekur blær ei sæinn
líf þó færist æðar í
undir skæran daginn.
13.
Skugga armur færist fjær.
Frjóvs með varma sínum
morgunbjarma blærinn þvær
blund af hvarmi þínum.
14.
Nóttin greiðir göngu frá
gefinn eyðist frestur.
Röðull heiðum himni á
hraðar skeiði vestur.
15.
Þó að Landinn leggist nár
lífs á strandi grafinn
þú munt standa eilíf ár
unnar handlegg vafinn.