Grána-minni | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
1.
Fríðan átti eg gjarðaglað
gleður dátt að hugsa um það.
Honum þrátt eg hleypti af stað
hófasláttur snjall við kvað.
2.
Þéttur á velli var að sjá
vöðva-hnellinn, hvass á brá.
Rann um svella glæra gljá
greitt, sem félli bylur á.
3.
Froðu steyptust föll af vör
fram er hleypti beislaknör
brúnaleiftur-ljósin snör
loguðu, greypt í ennisskör.
4.
Græddi hylli gjarðamar
ganga að snilli kunnur var.
Vangafyllu Fjörgynjar
fletti í trylling samreiðar.
5.
Makkann reisti, höfuð hóf
hart fram geysti, salla skóf
kveikti gneista gullið róf
gegnum þeysti reiðar kóf.
6.
Skotið felldi fákinn minn
feigs að kveldi albúinn
í hærra veldi að hefjast inn
á Herrans eldi velkominn.
7.
Sit eg hljóður harmþrunginn
hugarmóði altekinn
kasta á góða klárinn minn
kveðjuljóði hinsta sinn.