Blómgist þú, kæra bræðralag | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Blómgist þú, kæra bræðralag

Fyrsta ljóðlína:Blómgist þú, kæra bræðralag
bls.2014 bls. 63
Viðm.ártal:≈ 1825
Blómgist þú, kæra Bræðralag
uns björgin hrynja og himnar klofna
og allar skepnur út af sofna
sem skeður fyrst á dómadag
þá fáum allir, barmar blíðir
bræðralags syngja helgar tíðir
framgengnir betri í fögnuð há
flötunum Paradísar á.


Athugagreinar

Höfundur orti ljóðið um Bræðralagið, drykkjufélag þeirra stúdenta í Kaupmannahöfn.