Að leiðarlokum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Að leiðarlokum

Fyrsta ljóðlína:Horfinn er nú hörpusmiður
bls.2014 bls. 16
Viðm.ártal:≈ 1975
Horfinn er nú hörpusmiður.
Hljóð er þessi stund.
Kyrrð í dalnum, kvöldsins friður
kalla á Drottins fund.

Öllum vildi gott hér gera.
Greiða hvers manns braut.
Í sátt við lífið sýndist vera
sár þó væri þraut.

Langt er flug frá lágum ströndum.
Létt þó sólarsýn.
Sjáandi í sælulöndum
syngdu lögin þín.


Athugagreinar

Ljóðið er einnig prentað í Húnavöku 1984 bls. 149, sjá stafræna endurgerð hér að ofan.