Erindi úr erfiljóði eftir dóttur höf. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Erindi úr erfiljóði eftir dóttur höf.

Fyrsta ljóðlína:Blað af visnuðu blómi hér
Höfundur:Jón Mýrdal
bls.41
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Eftirmæli
Blað af visnuðu blómi hér
bið eg, vinur, þú látir skreyta
gleðivana að gömlum mér
gersemi slíkt svo fái að heita.
Endurminningin er svo kær
á því sem nú er horfið sjónum
af því það er svo fátt sem fær
frá hrundið trega hjartagrónum.