Endurminning og hvöt – brot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Endurminning og hvöt – brot

Fyrsta ljóðlína:Sinnismóður sinni frú
bls.269
Viðm.ártal:≈ 1925
Sinnismóður sinni frú
þá svarar makinn:
Hetjan engin hrærist nú
þó hún sé nakin.
Dalinn þurfum drengilega að verja
dáð og hreysti honum vil ég sverja.
Sonurinn til svara tók
í seinna lagi:
Fornar konur fýstu syni
í frægðar slagi.
Eg vil heldur buxnaskrámur bera
en búast skarti og ættarleri vera.


Athugagreinar

Í Glímufélagi Laxdælinga vildu buxur oft bila á átökunum. Var þá ekki laust við að glímumenn fengju ákúrur hjá húsmæðrunum eins og getur um í kvæði höfundar sem hann gerði 1921