Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hugsað til Súðavíkur

Fyrsta ljóðlína:Við þekkjum byggð, sem engu öðru er lík
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Við þekkjum byggð, sem engu öðru er lík
Við augum blasti og blasir fegurð slík
sem eykur okkur stolt og sterku þrá.
Staðurinn ber nafnið Súðavík.
2.
Við elskum flest og þráum þessa byggð.
Þó er mörgum efst í huga hryggð
vegna atburða, sem urðu þarna að vá
en aldrei geta fjarlægt okkar tryggð.
3.
Þá tryggð sem bernskan batt við þessa vík
í blíðu og stríðu og verður alltaf slík
að veita okkur gleði, gæfu og þrek
þú, gamla, fagra, kæra Súðavík.
4.
Ó mildi faðir blessa þessa byggð
burtu máðu allra kvöl og hryggð.
Lát aldrei gerast aðra slíka vá.
Lát aðeins ríkja kærleika og dyggð.


Athugagreinar

Lag samdi Jón Hlöðver Áskelsson við ljóðið á HNLFÍ