Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Sjálfsævisaga kúadillunnar

Fyrsta ljóðlína:Ein dag var ég dilla
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Gamankvæði
1.
Ein dag var ég dilla
svo dúnmjúk á þúfu.
Mjög lystfeng og lífsglöð
þar lá ég á grúfu
og flugurnar flugu
í fang mér svo glaðar
og undir mér ormur
í allsnægtum baðar.
2.
Og dag eftir dag
var hér dynjandi kæti
og flugunum fannst ég
hreint fyrirtaks æti.
Þá gisti sól geiminn
með gullhlað um enni
og kringlótta kjamma
– ég keimlík var henni.
3.
Ég lifði og lék mér
sá leikur fékk enda.
Þá hæst glymja hlátrar
er hættan að lenda.
Í endaðan ágúst
mig ófrjálsri hendi
tók kerling sem kom hér
sú kerling mér brenndi.
4.
Og flugurnar fuku
sem fis út í geiminn
í mórauða moldu
skreið maðkurinn gleyminn
en þúfan mín þekka
í þelanum sefur.
Hún kringlóttan kalblett
á kollinum hefur.
5.
Ég er bara aska
sem út verður borin.
Mér neyðin er naumast
við neglurnar skorin.
Mig langar að lifa
og liggja á grúfu
en skáld þú mátt skrifa
um skít upp á þúfu.