Ort við lát ríkismanns | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ort við lát ríkismanns

Fyrsta ljóðlína:Dó þar einn úr drengja flokk
bls.22/6 1970 bls. 11
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Dó þar einn úr drengja flokk
dagsverk hafði unnið
lengi á sálar svikinn rokk
syndatogann spunnið.
2.
Hespaði dauðinn höndum tveim
á hælum lögmáls strengdi
bjó til snöru úr þræði þeim
þar í manninn hengdi.
3.
Er það gleði andskotans
umboðslaun og gróði
fémunir þá fátæks manns
fúna í ríkra sjóði.
4.
Gegnum hættan heljar straum
huggaði sálu snauða
ef þá silfurgjalda glaum
gleypti hlustin dauða.


Athugagreinar

Bólu-Hjálmar heyrði eitt einn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill og orti þá þessar stökur. (Úr þætti Gests Guðfinnssonar Í hendingum (Alþ.bl.)