Flytur óm af ægisgný | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flytur óm af ægisgný

Fyrsta ljóðlína:Flytur óm af ægisgný
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Flytur óm af ægisgný
íslensk tungan snjalla
hvell og birtur, hugljúf, hlý
hrein sem lindir fjalla.
2.
Var hún aldrei ofurseld
illra norna völdum
varði þjóðar andans eld
oft í glæðum snjöllum.
3.
Ljúflings hjal og unaðsóð
alltaf falan lætur
meðan dali dreymir ljóð
%u200Bdöggin svala grætur.