Manvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Fögur sýnin fyllir geð
fegurð skín og gefur
hverja línu mótað með
mætti sínum hefur.
2.
Brosum örum bústað frá
brá og vör og kinnar.
Ljómann hörund leggur á
logans för er innar.
3.
Hárið hrokkið brúður ber
best í flokkum síðum.
Yndisþokkinn unir sér
yfir lokkum fríðum.
4.
Verkar hugans eldur á
orð af vörum mínum:
Endalaust ég inni frá
yndisleika þínum.