Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hírir rjúpan huld í dún

Fyrsta ljóðlína:Hírir rjúpan huld í dún
Viðm.ártal:≈ 1700
1.
Hírir rjúpan huld í dún
hver á sínum vegi
þó svanurinn betur syngi en hún
sér til móðs fær eigi.
2.
Kemur rómlag ekki eitt
upp af fuglum tjáðum
þenki ég sá sem þeim hefur veitt
þiggi jafnt af báðum.
3.
Þeim sem veitir þessum, ber
til þakkar huganum venda
fyrir það litla er lénti mér
lof sé honum án enda.
4.
Sómalegum sumum fer
samhent mál að stefja.
Hver mun hirða maður af mér
mærðar orða krefja?
5.
Mér til gamans gjöri ég slíkt
svo gleymist heimsins ami
þetta er öngvu lagi líkt
lengi er hver hinn sami.


Athugagreinar

Í orðsifjabók segir: híra s. ‘hika, doka við, bíða aðgerðarlaus’; hírast s. ‘híma, húka, hafast við (á óvistlegum stað, við erfiðar aðstæður)’. Sbr. nno. hira ‘morra, standa gónandi og aðgerðarlaus, híma, vera örmagna’, sæ. máll. hira ‘svima, vera ringlaður, reika’, gd. hire ‘gapa og góna’ og e.t.v. fær. hírur, hýrur ‘skap, þunglyndi’. Líkl. sk. hía og híð, af germ. *he%u0304%u0306- ‘liggja, dvelja’. Af so. híra er leitt lo. hírinn ‘þaulsætinn við störf, einkum veiðiskap, fiskveiðar’; sbr. og hírulegur l. ‘laslegur’. Sjá hirsi (2) og hissa.