Sem dropi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sem dropi

Fyrsta ljóðlína:Sem dropi falli í hafsins hyl
Heimild:Haustlitir.
bls.74
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Sem dropi falli í hafsins hyl
er hverfult mannlífs skeið
og aldrei verður aftur til
það augnablik sem leið.
2.
En óralöng sem eilífð sjálf
finnst ýmsum lífsins bið
– en engum finnst þó ævin hálf
er á að skilja við.
3.
Og enginn veit um erindið
en allir bíða og spá
ef einhver svar því vissi við
það vildi enginn sjá.