Ljósbrot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ljósbrot

Fyrsta ljóðlína:Alltaf er dulinn draumur
Heimild:Haustlitir.
bls.38
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Alltaf er dulinn draumur
dýpst inn í brjósti manns
sem aldrei í orðum kemur
yfir varir hans.
2.
En undir önnum dagsins
býr eins og falin glóð
sem lýsir í lífsins húmi
– en leynir nóttin hljóð.