Til Jóns Bergmann | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Jóns Bergmann

Fyrsta ljóðlína:Frónska þjóð sem færð í arf
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Frónska þjóð sem færð í arf
flest er skáldin vinna.
Illa er goldið ævistarf
óðsnillinga þinna.
2.
Langt er síðan sá ég þig
sól í heiði skína
læt nú baða og blessa mig
bjarta geisla þína.
3.
Mörg ein hraut af munni þér
mæt og fáguð perla
Bergmanns stutta stefjakver
stundum grípur Erla.