Vor á Rifstanga | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vor á Rifstanga

Fyrsta ljóðlína:Vekur von af blundi
Heimild:Sléttunga.
bls.I bls 76
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Vekur von af blundi
vorsins mildi kliður.
Hér er heilagt næði
hjartans ró og friður.
Fegra er hvergi á Fróni
fegri er enginn draumur.
Fallast hér í faðma
fold og lagar straumur.
2.
Helgar vættir vaka
og vernda þetta svæði.
Ljóssins álfar leika
lög við ástarkvæði.
Fuglar söngva syngja
sælir draum sinn ljóða.
Þakka allt í eining
alföðurnum góða.
3.
Hérna við heimskautsbauginn
í helgidóm norðurslóða.