Nú er dimmt um veröld víða | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nú er dimmt um veröld víða

Fyrsta ljóðlína:Nú er dimmt um veröld víða
bls.12/2016 bls. 568
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Jólaljóð
1.
Nú er dimmt um veröld víða
vantar trúarljósið bjart.
Þó mun jólabarnið blíða
– blessun Drottins allra lýða –
sigra heimsins húmið svart.
2.
Skammdegis í skugga svörtum
skín nú heilagt jólaljós
dýrðargeisla dreifir björtum.
Döprum inn í manna hjörtum
hljómar guði gleðihrós.