Erfiljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Erfiljóð

Fyrsta ljóðlína:Hvert er nú vinar í veröld að leita?
bls.1934 25. nóv. 48. tbl, bls. 379
Viðm.ártal:≈ 1850
Flokkur:Eftirmæli
Hvert er nú vinar í veröld að leita?
Vorblómið æskunnar fölnaði skjótt;
hádegi lífs nam í lágnætti breyta
ljósanna faðir svo óvörum fljótt.
Rósirnar falla á fegursta skeiði,
fullkomnum þroska svo varla þær ná
glansandi liljurnar blöðin þó breiði
bæla þær skakviðrin ofsaleg þrá.

Þyngir á hörmunum, þungt er að frétta
þrumurnar dauðlegar ganga svo nær.
Tárin af hvörmunum dynja og detta
dagar að svartnætti verða því nær.
Sorganna blæju ég sveipast að nýju
því sjónar jeg missti af kærasta vin
hann sefur í bylgjunnar faðmlögum fríu
felldur af svipvindis bráðlegum hvin.


Athugagreinar

Höfundur orti erfiljóð eftir Sigurð Bjarnason frænda sinn og er þetta upphaf þeirra.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=239831&lang=4