Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Minningarljóð eftir Hermann Þórarinsson Blönduósi

Fyrsta ljóðlína:Það gleymist tíðum að gjalda þeim verðuga þökk
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Það gleymist tíðum að gjalda þeim verðuga þökk
sem götuna ryður. Lund vor er hljóð og klökk.
Fjarri er hönd þín - Hermann Þórarinsson -
húnvetnskrar byggðar styrkur og framavon.
2.
Síðasti laufvindur hörpuna hrærir í dag.
Til höfðingjans fallna - byggðanna kveðjulag.
Höggvið er skarð í hópinn fámenna enn
Við heiðrum minningu þína. Lionsmenn


Athugagreinar

Höfundur ljóðsins gæti verið Jónas Tryggvason sem fluttur var til Blönduóss nokkrum árum fyrir andlát Hermanns. Annað erfiljóð, eftir Tómas R. Jónsson gjaldkera hjá KH á Blönduósi, lá með þessu ljóði í nótnasafni Kristófers Kristjánssonar í Köldukinn.