Minningarljóð eftir Hermann Þórarinsson Blönduósi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Minningarljóð eftir Hermann Þórarinsson Blönduósi

Fyrsta ljóðlína:Það gleymist tíðum að gjalda þeim verðuga þökk
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Það gleymist tíðum að gjalda þeim verðuga þökk
sem götuna ryður. Lund vor er hljóð og klökk.
Fjarri er hönd þín - Hermann Þórarinsson -
húnvetnskrar byggðar styrkur og framavon.
2.
Síðasti laufvindur hörpuna hrærir í dag.
Til höfðingjans fallna - byggðanna kveðjulag.
Höggvið er skarð í hópinn fámenna enn
Við heiðrum minningu þína. Lionsmenn


Athugagreinar