Til vorgyðjunnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til vorgyðjunnar

Fyrsta ljóðlína:Með fuglaóm er allir þrá
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Með fuglaóm er allir þrá
eftir dómi mínum
sólarljómi lýsir frá
ljúfum blómum þínum.
2.
Geislar fjölga, glóey skín
gerast bjartar nætur.
Og við fyrstu fjörtök þín
festa blómin rætur.
3.
Faðmlög þín við fósturland
falla ei þeim úr minni
sem heyra báru hafs við sand
hrósa ástúð þinni.
4.
Blómin sem að blunda hér
blessun hlutu þína.
Báðu mig að bera þér
bestu kveðju sína.


Athugagreinar

Húnavaka 1967