Kveðja til Egils Jónassonar á Húsavík | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveðja til Egils Jónassonar á Húsavík

Fyrsta ljóðlína:Bréf ég fékk, ég þakka það
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

1. Bréf ég fékk, ég þakka það
þá rann sól úr skýjum.
Sendi ég til baka blað
búið kveðjum hlýjum.
2. Mér var kært að kynnast þér
kom sér ekkert betur
þeim er einn með sjálfum sér
situr langan vetur.
3. Þó að lækki lífs míns sól
læt ég ekkert banna
mér að eiga yl og skjól
endurminninganna.
4. Þó að staka góð að gerð
gefi ei magafylli
getur hún á fullri ferð
flogið sýslna milli.
5. Þú mátt bera höfuð hátt
á hausti ævi þinnar
fyrst þú hylli og ástúð   MEIRA ↲