Skagfirsk rómansa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skagfirsk rómansa

Fyrsta ljóðlína:Gimsteinar genginna ára
bls.28-29
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Gimsteinar genginna ára
geymast á minnisskjá
gulltöflur gleði og tára
í grasinu stirnir á.
Ung vorum bæði árið það
enn man ég sumrið á Reynisstað
Gimsteinar genginna ára
geymast á minnisskjá.
2.
Svo ítur sem öspin beina
svo ung sem hið fyrsta vor!
Dögginni lét ekki að leyna
hvar lágu tveggja spor.
Ungmenni bæði á bernskunnar strönd
báðum var dulið hvað senn færi í hönd.
Svo ítur sem öspin beina
svo ung sem hið fyrsta vor.
3.
Sólin þær sumarnætur
settist við ystu nöf
en flýtti sér jafnskjótt á fætur
við fagurrauð skýjatröf.
Húmblárri djúpmynd Drangey sló
á draumkyrran fjarðarins logasjó.
Sólin þær sumarnætur
settist við ystur nöf.