Heiti vantar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Heiti vantar

Fyrsta ljóðlína:Fjöllin standa föl og nakin
bls.157
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð
Fjöllin standa föl og nakin
færð úr björtum sumarskrúða.
Þeim ég krýp í þöglri lotning
þvegnum upp úr báruúða.
Nú liggja gömlu bændabýlin
bleik og vafin hvítri sinu.
Sú ljúfa þrá, sem lífið elur
leitar heim að upphafinu.

Horfi ég inn í Hornvíkina
sé Hælavíkurbjargið standa
eins og hamravígi í vestri
varnargarður ystu stranda.
Frá árdögum til okkar daga
á því hafa stormar dunið
og Ægir greitt sín áhlaup neðra –
ekki hefur bjargið hrunið.