Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Dalaþrá

Fyrsta ljóðlína:Er ég sjávarsvalann finn
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Er ég sjávarsvalann finn
og svigna stráin kalin
hljóður þráir hugur minn
heim í lága dalinn.
2.
Gafst þar margt sem glæddi frið
gleymdust svartar nætur
drauma bjarta dreymdi við
dalsins hjartarætur.
3.
Greru í ró á grundum þar
grasa nógar breiður
út um móa alls staðar
átti lóan hreiður.
4.
Létt var brá er ljósið hló
lofts um bláu miðin
seidd af þrá og sumarró
sat við áarniðinn.
5.
Græna haga gyllti sól
glæddust bragayrði
þar ég daga æsku ól
innst í Skagafirði.
6.
Léttum hreimi af bergi blá
bjartar streyma lindir
kærum heimahögum frá
hugurinn geymir myndir.