Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Jóhann P. Guðmundsson – níræður 22. jan. 2014

Fyrsta ljóðlína:Höfðingi Braga, heill sé þér!
Heimild:Úr viðjum vitundar bls.146
Viðm.ártal:≈ 2025
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Höfðingi Braga, heill sé þér!
Heiður, sem Jóa í Stapa ber
græðist í hljóðri gleði.
Hógværð og næmi halda á
hugarins tæru ljóðaskrá
og myndrænni glóð í geði.
2.
Ljósbrotin mörgu leiftra skær
ljóðin högu og vísnasær,
gleypt eru glöggt í minni.
Oft hefur glatt oss kvæði kært,
kostina suma nokkuð lært
og glatt með þeim sál og sinni.
3.
Minningasjóður munans stór,
magnar á heiðum fjallakór.
Úr hestaferð glóðin geymist.
Að taka fákinn á tölt og skeið
og tendra stöku í hug um leið
er gleði, sem aldrei gleymist.
4.
Mörgum var hagleiks höndin þörf
hús við að byggja og fleiri störf
sem voru af vænleik unnin.
Vönduð standa hér verk þín enn
vitna um þetta fróðir menn.
Því gát var þar höfð í grunninn.
5.
Með Iðunni jafnan andi frjór
oftast á glettni kostum fór.
Flutu þar vísur af vörum.
Þar var í stökuleikjum létt
laglega tekið oft á sprett.
Þá stóð hjá þér síst á svörum.
6.
Æviferð þó sé orðin löng
eigi greinist í huga þröng.
Alltaf er hugljúft að hittast.
Níu tugi á lífsins leið
lengst af voru þér sporin greið.
Fetið samt farið að styttast.
7.
Mörg voru gefin handtök hlý
hugsunin baðast góðvild í.
Manngerð þín mótun þá skráði.
Vinum í kærleiks ítök átt
allra ljómandi geðið kátt.
Hugblær því hlýju þar stráði.