Stallar lífsins | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

1. Tognar oft úr tvítugum
táp er mest í þrítugum
flæðir að hjá fertugum
fjöruborð hjá sextugum.
2. Sjatnar minni sjötugum
sinna dvín með áttræðum
næðisósk er níræðum
náðarþráin tíræðum.
3. Hvöt míns eðlis fyrnast fer
fjarar út að vonum.
Nægir orðið aðeins mér
ylur í handtökonum.
4. Sérhver rós sem blóma ber
breytir lit með dögum.
T’iminn heimtar toll af þér
talinn í hjartaslögum.