Kötludraumur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kötludraumur

Fyrsta ljóðlína:Már hefur búið
bls.VI bls. 19-28
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Már hefur búið
manna göfugastur
(nýtur höfðingi)
á nesi Reykja;
hans trúi eg kvinna
Katla heiti;
sú var menja skorð
manna stórra.
2.
Þau frá eg unntust
með allri blíðu;
hæfði þar hjóna
hvort öðru vel;
aldrei kom þar
angur á milli
meðan á láði
lifðu bæði.
3.
Már bjóst heiman
með hrausta drengi
fór með ýta
alþingis til
skildi eftir
skorðu falda.
„Skyrtu sauma
skaltu Ulli.“
. . .
86.
Býð eg ekki
bögurnar þessar
greindum skáldum
né göfugum mönnum;
börn eru ei vönd
að bragsmíði ljóða,
þau mega þiggja
þetta ef vilja.
87.
Nú mega Kötludraum
kappar nefna
ljóð óvönduð
ef lesa nenna;
bregðist oss aldrei
blessan Drottins;
hér líður bragur
en höldar þagna.


Athugagreinar

Ljóðið er allt í Álfariti Ólafs í Purkey/Þjóðs. JÁ VI eins og Nokkrar vísur(5) er hefjast þannig: Klóraðan sjáðu Kötludraum.