Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kötludraumur

Fyrsta ljóðlína:Már hefur búið
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Már hefur búið
manna göfugastur
(nýtur höfðingi)
á nesi Reykja;
hans trúi eg kvinna
Katla heiti;
sú var menja skorð
manna stórra.
2.
Þau frá eg unntust
með allri blíðu;
hæfði þar hjóna
hvort öðru vel;
aldrei kom þar
angur á milli
meðan á láði
lifðu bæði.
3.
Már bjóst heiman
með hrausta drengi
fór með ýta
alþingis til
skildi eftir
skorðu falda.
„Skyrtu sauma
skaltu Ulli.“
. . .
86.
Býð eg ekki
bögurnar þessar
greindum skáldum
né göfugum mönnum;
börn eru ei vönd
að bragsmíði ljóða,
þau mega þiggja
þetta ef vilja.
87.
Nú mega Kötludraum
kappar nefna
ljóð óvönduð
ef lesa nenna;
bregðist oss aldrei
blessan Drottins;
hér líður bragur
en höldar þagna.


Athugagreinar

Ljóðið er allt í Álfariti Ólafs í Purkey/Þjóðs. JÁ VI eins og Nokkrar vísur(5) er hefjast þannig: Klóraðan sjáðu Kötludraum.